Björg Marteinsdóttir útskrifaðist frá Heilsumeistaraskólanum, School of Natural Medicine á Íslandi (SNMI), með Naturopathic diploma, Heilpraktiker eða Heilsumeistaraskírteini. Hún er skráður græðari hjá BIG, Bandalag íslenskra græðara. Björg er ein af stofnendum Stígmóta og kenndi um árabil Sjálfsvarnarnámskeið, fyrir konur/stúlkur, á vegum Stígamóta, í framhaldsskólum, en einnig sjálfstætt. Hún rekur fyrirtækið ALLT HITT fyrir heilsuna ehf í Hafnarfirði, með eiginmanni sínum og syni.
